Saturday, October 28, 2006

Veran á Hrafnistu

Við Veiga fluttum inn á Hrafnistu rétt fyrir jólin 2005. Við fengum íbúð í kjallaranum en það var víst gangurinn að menn flyttu fyrst í kjallarann á Hrafnistu er færu síðar upp á efri hæðir þegar þar losnaði húsnæði. Veiga var þá orðin mjög heilsulaus og meira og minna við rúmið. Heilsu hennar fór hrakandi með vorinu og hún dó þann 10. júlí sama ár. Þegar hún dó þá þurfti ég að flytja úr íbúiðnni í kjallara Hrafnistu og fór í einstaklingsíbúð á 5. hæð, mjög fína. “Hún hefur valið vel handa mér hún Anna Björg, já já. “ Hér er fallegt útsýni og barnabörnin og fjölskyldan hjálpuðu mér að koma mér fyrir. Nú fer ég nánast daglega í kirkjugarðinn og sit við leiðið. Ég hef ekki tekið mikinn þátt í félagslífinu, nema ég spila á DAS böllunum einu sinni í viku, á föstudögum. Af hverju tek ég ekki þátt í félagslífinu? “Af því ég nenni því ekki, ég sit bara hér uppi."

1 Comments:

At 3:40 AM, Anonymous Anonymous said...

hi, kristjanjohannes.blogspot.com!
[url=http://viagrakaufen.fora.pl/] viagra bestellen ohne rezept[/url] [url=http://viagrabestellen.fora.pl/] viagra kaufen online[/url] [url=http://viagradeb.fora.pl/] viagra [/url] [url=http://viagradea.fora.pl/] viagra bestellen rezeptfrei[/url] [url=http://viagradec.fora.pl/] viagra kaufen [/url] [url=http://viagraded.fora.pl/] viagra kaufen [/url]

 

Post a Comment

<< Home