Tuesday, September 12, 2006

Vatns- og hitaveita Kópavogs



Eftir að ég vann í síldinni fyrir austan þá réð ég mig til Kópavogsbæjar og hafði með að gera Vatnsveituna og fjarhitunarkerfi fyrir tvö hverfi. Síðan þegar Hitaveita Reykjavíkur keypti fjarhitunarkerfin af Kópavogsbæ, þá réð ég mig til Hitaveitu Reykjavíkur og var meðal annars í eftirlitsstörfum hjá fyrirtækinu. Við þetta var ég í nokkur ár. Það var sett upp kyndistöð í Kópavogi, við Digranesveg og ég passaði hana. Það var kinnt með einum katli, heilt hverfi í Kópavogi (suðurhlíðarnar – Hrauntungan). Síðan var settur upp ketill í Arnarnesi og ég var fenginn til að hafa eftirlit með honum líka. Kristján sonur okkar lærði pípulagnir og við unnum oft saman.

Myndin er tekin í apríl árið 1963. Frá vinstri eru: Hanna Maggý með Auði, Binna með dúkkuna Valda, Kristján og Veiga heldur á Ölfu í skýrnarkjól sem Hanna saumaði í húsmæðraskóla.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home