Monday, September 04, 2006

Sá fyrir mér sjálfur



Þegar ég var 14 ára þá dó amma mín og ég fór að sjá fyrir mér sjálfur. Ég keypti mér hjól, vann í Félagsbakaríinu á Siglufirði sendill, en þar störfuðu bræður mínir fyrir þeir Hilmar (Himmi) og Albert. Þarna vann ég í nokkur ár, síðar fór ég að vinna hjá Hinrik Thorarensen og passaði hænsni fyrir hann. Við vorum tveir vinirnir sem pössuðum hæsnin fyrir Hinrik. Vinur minn hét Vernharður Baldvin og var kallaður Venni. Síðan lá leiðin í Nýja Bíó á Siglufirði. Ég passaði mótorinn (mótoristi) fyrir bíóið en hann var staðsettur í kjallaranum í bíóinu. Sýningarvélarnar voru með 110 volta spennu en rafmagnið frá bænum var 220 volt. Það þurfti því spennubreyti sem passaði fyrir bíómótorinn. Við vorum með mótor sem snéri dínómó sem var 110 volt. Þetta stóð í nokkur ár. Eitt sinn var ég orðinn leiður á lágum launum. Ég fékk 50 aura á tímann og var ekki sáttur við það og ákvað því að fara í verkfall. Ég stoppaði mótorinn á miðri sunnudagssýningu kl. 22.00 og heimtaði hærra kaup og fékk það. Ég hafði starfsheitið mótoristi og vann þarna frá 1926-1929 og var 12-14 ára.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home