Saturday, October 21, 2006

Kolaportið og Kænan

Þetta var fallegur dagur. Við skruppum á Kænuna í Hafnarfirði og ætluðum að fá okkur kaffi og horfa á bátana, en allt var lokað þegar við komum að. Fórum síðan í Kolaportið og keyptum okkur bakkelsi, lax og svo auðvitað músík í bílinn. Kaupmaðurinn á horninu í Kolaportinu stendur sína plikt, nema hvað safnefnið hans er allt í messi og maður finnur ekki neitt. Þess vegna bara setur maður hendina einhvers staðar niður í geisladiskahauginn og veiðir upp einhvern disk. Oftar en ekki er þetta þrusu fín tónlist. Í dag keyptum við t.d. Merle Haggard og hækkuðum í botn á leiðinni heim. Sá gamli hafði það á orði að ég mætti ekkert vera að því að keyra bílinn, væri svo upptekin af músíkinni. Vonandi var þetta hressing fyrir pabba.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home