Tuesday, September 12, 2006

Svo fórum við í Hólminn

Myndin er af okkur Veigu 1959 eða 1960. Einbýlishúsið sem við byggðum í Stykkishólmi er í baksýn.

Ég vann í Verksmiðjunum á Siglufirði þangað til Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi skrifaði mér bréf og bað mig um að koma og starfa hjá sér við verksmiðjuna í Stykkishólmi, þetta var Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Sigurðar Ágústssonar. Hann lofaði mér gulli og grænum skógum ef ég kæmi. Við byggðum stórt og fallegt hús í Hólminum og bjuggum þar í 12 ár. Ég var í lúðrasveitinni og spilaði á saxófón og spilaði líka á böllum um helgar og úti um allar sveitir. Kristján sonur okkar fæddist í Stykkishólmi árið 1950, Brynhildur árið 1955 og Auður árið 1959. Veiga var orðinn mjög þreytt á spiliríinu svo ég seldi fóninn og trommusettið og hætti að spila. Og spilaði ekkert í 50 ár! Rannveig vildi fara Suður til Reykjavíkur og við gerðum það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home