Monday, September 04, 2006

Og svo fór ég að spila ...

Síðan byrjaði ég að spila. Meðan ég passaði mótorinn í Siglufjarðarbíói þá hafði ég nægan tíma fyrir sjálfan mig. Í bíóhúsinu var bíókaffi með trommusetti og píanói. Það var mannmargt í bænum á Siglufirði um 10.000 manns á sumrin. Á Siglufirði var kaffihús, bíó með þremur sýningum á kvöldi og böll og skemmtanir tíðar. Það komu svo mikið af tónlistarmönnum til bæjarins, þar á meðal Sigfús Halldórsson, tónskáld, Höskuldur Ólafsson, píanóleikari, Karl Ó. Runólfsson, tónlistarmaður og fiðluleikarinn hann Þorvaldur Steingrímsson. Ég fór að tromma með þessum mönnum – þetta voru mjög flínkir menn og það var lærdómsríkt að fá að æfa sig með þeim. ,,Svona byrjaði ég nú að tromma og mér gekk það bara vel.” Myndin er af Nýja Bíói Siglufjarðar sem Hinrik Thorarensen átti.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home