Saturday, October 28, 2006

Trommuleikur



Þegar ég flutti á Boðahleinina, raðhús við Hrafnistu þá hafði ég ekki spilað á trommur í 50 ár. Ég veiktist árið 2000 og uppúr þeim veikindum fór ég að spila á trommur með Böðvari Magnússyni tónlistarstjóra á Hrafnistu. En ég hafði spilað á trommur frá unga aldri. Þegar ég varð áttatíu og fimm ára árið 2002 þá gáfu börnin mér trommusett. Þetta var gríðarlega fallegt og vandað sett sem heimilið (Hrafnista) keypti síðan af mér, en trommur höfðu alltaf verið þar í láni. Harmónikkufélagið kemur oft og leikur og þá glatt á hjalla. Þegar Alfa varð fertug árið 2002 þá lék ég í hljómsveit í afmælinu, Böðvar þandi nikkuna og það var góð stemning. Í dag þann 27. október vorum við til dæmis þrettán sem spiluðum fyrir gamla fólkið! “Það var nú meiri fjöldinn”

0 Comments:

Post a Comment

<< Home