Saturday, June 30, 2007

Heill þér níræðum



Við héldum upp á afmæli pabba föstudaginn 29. júní. Vorum með kaffi fyrir fjölskylduna og áttum góða stund. Sistkyni hans komu utan af landi og hann var mjög glaður að hitta þau. Sunna litla dóttir Auðar söng fallegt lag og gaf afa sínum í afmælisgjöf. Það komu tónlistarmenn á vegum Ólafs og Bjargar og flutu tónlist í tilefni dagsins. Sýndar voru gamlar myndir og nokkur minningabrot úr fortíðinni dregin fram í dagsljósið. Sigga og Albert úr Borgarnesi gáfu pabba afmælisvísur sem hér fara á eftir:
Alla leið í Borgarförð fréttin hefur flogið
Og fullyrt er á Hagstofu að engu sé þar logið
Lifir sæll á heiðursmaðurinn klári
Sem hefur sprækur lifað í svo sem níutíu árin
Á Siglufirði átti hann indæl æskusporin
Og eltist þar við kríuna í fjörunni á vorin
Síldarævintýrinu sælt var þar að kynnast
En síldarstelpuhópurinn tekinn er að þynnast.
Hann spilaði í hljómsveit og spáði líka í fljóðin
Þá speglaðist í tónunum innsta hjartans glóðin
Innilegan tangó og ekta vínarvalsa
Vínarkrus og skottís og rælinn oft með galsa.
Í síldarvinnslu verkstjórinn vakti oft um nætur
Að vélunum og tækjum hafði jafnan gætur
Er síldin hvarf og ævintýrið enda hafði tekið
í áttina suður á bóginn með fjölskldu var ekið.
Í Stykkishólmi átti hann ágætustu daga
Í íshúsi og fyrstum var altaf nóg að laga
Hann átti góða konu og allnokkuð af bornum
Og afabörnin hitti hann oft á vegi förnum
Megi hann í lífsbókina ljúfa kafla pára
Lifa sæll og glaður og verða hundrað ára
Frá litla bróður Alberti og eiginkonu Siggu
Innilegust heillaósk í korti þessu liggur

Monday, June 25, 2007

Pabbi veikur

Við verðum því miður að fella niður fyrirhugað stórafmæli vegna veikinda afmælibarnsins.

Með bestu kveðju:
Alfa Kristjánsdóttir.