Saturday, August 19, 2006

Settum blóm á leiðið


Í dag fórum við í kirkjugarðinn og settum blóm á leiði konunnar minnar sem lést 10. júlí síðastliðinn. Við keyptum falleg haustblóm í Birkihlíð og gróðursettum blómin. Leiðið var mjög fallegt með þessum nýstárlegu haustblómum og allt öðruvísi en öll önnur leiði í garðinum. Síðan var farið í byggingarvöruverslun og keypt garðkanna og verkfæri til þess að hlúa að beðinu. Ég er viss um að Veiga hefði verið ánægð með þessi blóm. Á myndinni er ég sjálfur, til vinstri og Alfa dóttir mín að gróðursetja.


Smá ættfræði

Ég heiti Kristján J. Þorkelsson og er fæddur á Siglufirði árið 1917. Ég ólst upp í Ystabæjarhúsinu á Siglufirði hjá afa mínum og ömmu. Jón á Ystabæ átti heima þar og afi minn og amma, Kristján Jóhannesson og Hansína Finnsdóttir (dóttir Galdra- Finns), leigðu íbúð á loftinu hjá honum. Ég er sonur hjónanna Þorkels Kristins Sigurðssonar Svarfdal, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal (Eyj.) 8.4. 1881, d. 20.12. 1940, og Jóhönnu Guðríðar Kristjánsdóttur, f. í Aðalvík (N-Ís.) 6.1. 1892, d. 11.12. 1986. Við vorum þrettán systkynin og ég var þriðji í röðinni. Eleónóra var elst, f. 5.4. 1911, d. 14.6. 1976, Sigurpáll, f. 27.2. 1914, d. 3.1. 1996, Kristján Jóhannes, f. 29.6. 1917, Margrét, f. 12.10. 1918, d. 14.09.2006, Axel Aðalsteinn, f. 25.11. 1920, d. 17.11. 1992, Albert Hólm, f. 29.8. 1922, Sigurður, f. 28.2. 1924 d. 28.2 2007, Júlíus, f. 1.7. 1925, Hansína, f. 22. 4 1927 d. 09.03. 2005, Hilmar, f. 13.10. 1928, Sigríður Inga, f. 8.8. 1930, Elísabet, f. 21.7. 1932, d. 12.3. 2003 og Jóhanna Aðalbjörg, f. 11.11. 1933. Börn okkar eru: Jóhanna Maggý, f. 1941 d.2002, Guðbjörg f.1946 d.2002, Kristján f. 1950, Brynhildur, f.1955, Auður f. 1959 og Alfa f. 1962.

3 Comments:

At 3:09 PM, Anonymous Anonymous said...

innilega til hamingju með nýju síðuna elsku afi! eg verð fastu gestur hér :)

 
At 5:31 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæll elsku pabbi,þetta var gaman að sja og lesa...hún Alfa er alveg frábær.Ég á eftir að kikja oft her inn.Annars allt gott að frétta af okkur her í Sverige..fekk internet i dag.Saknaðar kveðjur Auður.

 
At 9:05 AM, Anonymous Anonymous said...

hæ elsku afi minn :)
flott sida sem þu ert komin med. Ég á eftir ad fylgjast med henni.Vonandi lidur þér bara vel, og vonandi sjáumst vid nu brádum aftur. Tad var ædislegt ad fá þig til danmörku herna fyrir stuttu!
Kvedja Eydis, Emma og Frederikke Liv :o)
ps. Ertu med mail svo madur getur nu sendt tér linur stundum?

 

Post a Comment

<< Home